top of page

VIÐ VINNUM MEÐ OKKAR VIÐSKIPTAVINUM
FRÁ BYRJUN TIL ENDA

About

ÞJÓNUSTA

Fyrirtækjaráðgjöf

Við hjálpum hluthöfum að auka virði með innri eða ytri vexti, endurskipulagningu á rekstri eða sölu. Við vinnum með eigendum og stjórnendum við stefnumótun, greiningu á tækifærum í kaupum, sölu og sameiningu fyrirtækja og rekstrareininga.

  • Greining markaða ásamt því að leita mögulegra kaup- eða sölutækifæra

  • Greining fjárfestinga- og fjármögnunarkosta

  • Umsjón með sölu-, kaup- eða samrunaferlum

  • Stuðningur eftir kaup eða samruna

Fjármögnun

Heppileg fjárhagsskipan getur verið breytileg milli fyrirtækja. Þar má nefna langtíma markmið, áhætta, tímalengd, skilmálar og aðgengi. Við aðstoðum okkar viðskiptavini að meta aðstæður hverju sinni og vinnum að bestu lausn.

  • Greining og ráðgjöf varðandi fjárhagsskipan fyrirtækja

  • Ráðgjöf varðandi hlutafjár eða lánfjársfjármögnun

  • Aðstoð við samningagerð

Stefnumótun og rekstrarráðgjöf

Við hjálpum stjórnendum fyrirtækja að meta stærri tækifæri og takast á við áskoranir í daglegum rekstri. Okkar ráðgjöf er hlutlæg, hlutlaus og framkvæmanleg.

  • Greining á vöruframboði, viðskiptavinum og samkeppni

  • Samræming vöruframboðs, eftirspurnar og samkeppnisforskots

  • Greining á innri og ytri vaxtartækifærum

  • Greining á rekstrarferlum og möguleikum í rekstarhagræðingu

Contact
bottom of page